Áhaldapakki Frú Ragnheiðar

Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins sem þjónustar jaðarsetta einstaklinga, líkt og húsnæðislausa og þau sem nota vímuefni um æð. Þjónustan er heilbrigðis- og nálaskiptaþjónusta með það markmið að halda fólki á lífi, draga úr skaða og koma í veg fyrir sýkingar og smit. Nálaskiptaþjónustan er afar mikilvæg en hún tryggir að einstaklingar noti nýjan búnað í hvert sinn, deili ekki með öðrum og fargi honum svo á öruggan máta eftir að hafa notað hann.

Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins eru starfrækt á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.

Fyrir 3.000 krónur gefur þú fimm einstaklingum áhaldakassa sem inniheldur sprautur, nálar, sótthreinsiklúta, skeiðar, nálabox og smokka.
Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar sjá um að koma áhöldunum til þeirra sem á þurfa að halda.

 

Athugið að um rafræna gjöf er að ræða, sem þú getur sent í tölvupósti til þess sem á að fá hana (viðtakandi). Ef þú vilt sjálf/ur prenta gjöfina út og afhenda þá mælum við með að skrá eigið netfang í reitinn „netfang sem á að senda gjöfina til“.
Ef þú lendir í vandræðum má alltaf hafa samband á vefverslun@redcross.is

Áhaldapakki Frú Ragnheiðar

3.000 kr.

Viðtakandi

x

Upplýsingar um greiðanda

SKU: STYRK017 Flokkar: ,